Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, lýsti þeirri skoðun á fjölmennum fundi í Borgarnesi í gærkvöldi að nauðsynlegt væri að skipta upp íslenskum bönkum og fjármálastofnunum.
Sagði hann fjármálastofnanir hafa farið offari undanfarin ár og að það þyrfti að tryggja hlutdeild þeirra í viðskiptum að þær létu ekki stjórnast af fjárfestingarbrölti.