Þarf ekki peninga heldur vernd

Esther hefur sótt um pólitískt hæli á Íslandi
Esther hefur sótt um pólitískt hæli á Íslandi mbl.is/Valdís Thor

Ung kona frá ónefndu ríki í Vestur-Afríku hefur beðið örlaga sinna á Íslandi síðan í lok maí. Hún hefur sótt um pólitískt hæli hérlendis af mannúðarástæðum og vonar það besta en óttast hið versta. „Ég vona að ég fái að búa hérna og halda áfram háskólanámi, en ég veit ekki hvað gerist,“ segir Esther, sem vill hvorki koma fram undir fullu nafni né geta þjóðernis þar sem hún óttast afleiðingarnar í heimalandi sínu.

Þvinguð í hjónaband

Ungu eiginkonunni leist ekki á blikuna og segist hafa sagt presti sínum frá líkamlega og andlega ofbeldinu. Hann hafi ráðlagt henni að fara til lögreglunnar og það hafi hún gert þrisvar, en viðbrögðin hafi ávallt verið þau að hún skipti sér ekki af hjónabandserjum.

Við ástandið hafi ekki verið hægt að lifa og prestur hennar hafi ekki séð neina leið aðra en að fara úr landi og sækja um hæli í Kanada. Hann hafi ráðið henni frá því að sækja um hæli í Evrópu og eftir að hafa komið henni til Svíþjóðar hafi hann útvegað henni kanadískt vegabréf til að fara til Kanada. Hún hafi verið stöðvuð í Keflavík og í kjölfarið hafi Útlendingaeftirlitið ráðlagt henni að sækja um hæli á Íslandi. Það hafi hún gert og bíði nú niðurstöðu yfirvalda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert