Uppgrip í dósasöfnun

Jóhann Sigurgeirsson  ellilífeyrisþegi hafði rúmar sjöþúsund upp úr krafsinu eftir menningarnótt en auk þess kippu af bjór sem hann notaði til að lyfta sér upp kvöldið eftir. Hann safnar dósum og flöskum í miðborginni eins og fjöldi annarra Íslendinga.

Mikil hátíð hefur ríkt hjá íslensku þjóðinni undanfarna viku, bæði út af velgengni íslenska handknattleiksliðsins og eins vegna menningarnætur í Reykjavík. Þeir sem safna dósum og flöskum eftir gleðskap í borginni hafa ekki farið varhluta af þessu. Jóhann Sigurgeirsson  ellilífeyrisþegi hafði rúmar sjöþúsund upp úr krafsinu eftir menningarnótt en auk þess kippu af bjór sem hann notaði til að lyfta sér upp kvöldið eftir.

Jóhann segist safna til að drýgja tekjunar en ekki síður til þess að hafa eitthvað fyrir stafni eftir að hann þurfti að hætta til sjós. Það sé þó ekki mikinn félagsskap að hafa upp úr þessari iðju því þeir sem gangi um og safni séu þó flestir í sínum einkaheimi og tali helst ekki saman.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert