Uppgrip í dósasöfnun

00:00
00:00

Jó­hann Sig­ur­geirs­son  elli­líf­eyr­isþegi hafði rúm­ar sjöþúsund upp úr krafs­inu eft­ir menn­ing­arnótt en auk þess kippu af bjór sem hann notaði til að lyfta sér upp kvöldið eft­ir. Hann safn­ar dós­um og flösk­um í miðborg­inni eins og fjöldi annarra Íslend­inga.

Mik­il hátíð hef­ur ríkt hjá ís­lensku þjóðinni und­an­farna viku, bæði út af vel­gengni ís­lenska hand­knatt­leiksliðsins og eins vegna menn­ing­ar­næt­ur í Reykja­vík. Þeir sem safna dós­um og flösk­um eft­ir gleðskap í borg­inni hafa ekki farið var­hluta af þessu. Jó­hann Sig­ur­geirs­son  elli­líf­eyr­isþegi hafði rúm­ar sjöþúsund upp úr krafs­inu eft­ir menn­ing­arnótt en auk þess kippu af bjór sem hann notaði til að lyfta sér upp kvöldið eft­ir.

Jó­hann seg­ist safna til að drýgja tekj­un­ar en ekki síður til þess að hafa eitt­hvað fyr­ir stafni eft­ir að hann þurfti að hætta til sjós. Það sé þó ekki mik­inn fé­lags­skap að hafa upp úr þess­ari iðju því þeir sem gangi um og safni séu þó flest­ir í sín­um einka­heimi og tali helst ekki sam­an.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert