200 milljónir í hergagnaflutninga

Börnum í Líbanon kennt að forðast ósprungnar klasasprengjur.
Börnum í Líbanon kennt að forðast ósprungnar klasasprengjur. Reuters

Íslenska ríkið kostar loftflutninga á vegum Atlantshafsbandalagsins (NATO) árin 2007 og 2008 fyrir um 200 milljónir króna.

Ríkið hefur greitt fyrir slíka flutninga frá árinu 2003 og það telst hluti framlags Íslendinga til starfsemi bandalagsins. „Það er alls konar búnaður sem er fluttur á milli staða og mestallt er flutt til Afganistans,“ segir Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins. Hún segir jafnframt að þess sé vandlega gætt að ekki sé verið að flytja ólögleg vopn eða búnað sem ekki er í samræmi við alþjóðasamninga sem Ísland er aðili að. „Þá er ég meðal annars að tala um jarð- og klasasprengjur,“ segir Urður.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert