ASÍ lýsir yfir áhyggjum

Alþýðusam­band Ísland hef­ur þung­ar áhyggj­ur af stöðu efna­hags­mála, að því er seg­ir í álykt­un miðstjórn­ar­inn­ar í kjöl­far verðbólgu­mæl­ing­ar Hag­stof­unn­ar. Verðbólga hef­ur ekki verið hærri í tæpa tvo ára­tugi, en hún mæl­ist nú 14,5%

Þá seg­ir ASÍ mik­il von­brigði að op­in­ber­ir aðilar skuli hækka gjald­skrár sín­ar og kynda þannig enn und­ir verðbólg­una. Gerð er krafa um að ríki og sveit­ar­fé­lög haldi núna aft­ur af gjald­skrár­hækk­un­um sín­um. Nú sé nauðsyn­legt að all­ir axli ábyrgð á ver­bólgu­vand­an­um.

Í álykt­un­inni kem­ur einnig fram að for­send­ur kjara­samn­inga séu brostn­ar enda hafi þar verið gert ráð fyr­ir að bönd­um yrði komið á verðbólg­una og kaup­mátt­ur yrði var­inn. Kaup­mátt­ur drag­ist hins­veg­ar hratt sam­an og fjöl­skyld­ur standi frammi fyr­ir mikl­um vanda.

Miðstjórn ASÍ kall­ar enn eft­ir sam­starfi rík­is­stjórn­ar, verka­lýðshreyf­ing­ar og at­vinnu­rek­enda, en seg­ir und­ir­tekt­ir rík­is­stjórn­ar hafa valdið von­brigðum. „Við höf­um ít­rekað kallað eft­ir sam­ráði í vor og í sum­ar, sem bygg­ist þá á því að menn setj­ist sam­an yfir viðfangs­efnið og leiti lausna. Okk­ar reynsla er sú að það hafi oft skilað góðum og raun­hæf­um til­lög­um sem gengið hafa eft­ir,“ seg­ir Grét­ar Þor­steins­son for­seti ASÍ.

Vef­ur ASÍ

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert