Brugðist við þrengingum

mbl.is

Makaskipti á fasteignum eru orðin algengari en áður vegna þrenginga á fasteignamarkaðnum nú, að sögn Sveinbjörns Halldórssonar, fasteignasala hjá fasteignasölunni Gimli. „Ef fólk setur einbýlishús á sölu spyrjum við strax hvort það ætli sér að byggja eða fara í minna. Ef það ætlar að minnka við sig bendum við fólki hikstalaust á að óska eftir skiptum.“

Í fasteignaauglýsingu nú um helgina kveðst seljandinn ekki bara reiðubúinn að taka ódýrari eign í skiptum, heldur býðst hann einnig til að lána hluta kaupverðsins. Fasteignasalinn kveðst hafa átt hugmyndina en það sé þó ekki algengt að slíkt sé í boði.

,,Við höfum stungið þessu að seljendum því að við finnum að kaupendur eru ekki tilbúnir til þess að fara í banka til að taka lán. Ungt fólk virðist ekki vera með þann pening sem þarf til að greiða á milli kaupverðsins og 80% lánsfjárhæðar. Fólk þarf að sækja 20% út á markaðinn og það er dýrt. Við höfum heyrt að skammtímalán banka séu með allt að 21% vöxtum en það fer auðvitað eftir viðskiptavinum og lánamöguleikum,“ segir Sveinbjörn.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert