Eldri hetjur syngja fyrir þær nýju

Valgeir Guðjónsson stýrir hátíðarhöldunum í dag
Valgeir Guðjónsson stýrir hátíðarhöldunum í dag mbl.is/Jim Smart

„Þetta verður gert af eins mikl­um mynd­ar­skap og hægt er að stofna til á svona stutt­um tíma,“ seg­ir söngv­ar­inn og laga­höf­und­ur­inn Val­geir Guðjóns­son en hann mun stjórna hátíðar­höld­un­um sem fram fara í dag vegna heim­komu ís­lensku ólymp­íufar­anna, og þá sér­stak­lega ís­lenska hand­bolta­landsliðsins.

Stóra sviðið sem notað var á stór­tón­leik­um Menn­ing­ar­næt­ur á Klambra­túni hef­ur verið reist á Arn­ar­hóli og þar mun Val­geir stíga á svið ásamt góðum hópi tón­list­ar­manna á borð við Pál Óskar og hina söng­elsku Fjalla­bræður að vest­an.

„Páll Óskar opn­ar hátíðar­höld­in, svo verð ég einskon­ar veislu­stjóri og við ætl­um að gera okk­ar ýtr­asta til að fá fólkið á hóln­um til að taka þátt, bæði með hróp­um og söng.“ Hápunkt­ur hátíðar­hald­anna verður tví­mæla­laust sam­söng­ur Val­geirs, Fjalla­bræðra og gam­alla hand­bol­takappa á hinu klass­íska bar­áttu­lagi ís­lenska hand­bolta­landsliðsins, Við ger­um okk­ar besta. Lagið vin­sæla sem var tekið upp árið 1986, og var sungið af mörg­um ást­sæl­ustu hand­bolta­mönn­um þjóðar­inn­ar, hef­ur elst ótrú­lega vel og lif­ir enn góðu lífi í söng­minni lands­manna.

Val­geir bæt­ir við að sér­stak­ur leynigest­ur muni taka þátt í flutn­ingi lags­ins en þver­tek­ur fyr­ir að leysa frá skjóðunni hver sá leynigest­ur sé enda væri hann þá varla leynigest­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert