„Er ekkert venjuleg veiði“

Ragnhildur Gísladóttir tónskáld og veiðifélagar hennar lönduðu öllum þessum löxum …
Ragnhildur Gísladóttir tónskáld og veiðifélagar hennar lönduðu öllum þessum löxum á aðeins þremur tímum neðan við Ægissíðufoss í Ytri-Rangá.

„Áin er pökkuð af fiski og þetta er ekkert venjuleg veiði,“ sagði Guðbrandur Einarsson yfirleiðsögumaður við Ytri-Rangá í gær. Þá höfðu yfir 7.000 laxar veiðst í ánni og í fyrradag veiddust 265 laxar á 18 stangir og allt á flugu. Það eru nær 15 laxar að meðaltali á hverja stöng.

Guðbrandur hlær þegar hann er spurður að því hvort þetta sé ekki orðið allt of auðvelt. „Ég veit það nú ekki en það hafa margir fengið maríulaxa hér. Um daginn var hér 12 manna hópur, hver með eina stöng, og enginn hafði áður veitt á flugu. Allir fengu maríulax og þeir tveir sem ég var að segja til fengu átta og níu laxa hvor.

Guðbrandi þykir merkilegt að afar öflugar göngur eru enn í ána, þótt langt sé liðið á ágúst. „Um helmingur fiskanna sem eru að veiðast eru nýgengnir. Og á sumum stöðum eru allt að 90% nýir.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert