Fengu selkjötssúpu í skiptum fyrir hangikjöt

Frá Grænlandi
Frá Grænlandi

Níu Dalamenn fóru nýverið í fimm daga leiðangur til Grænlands. Um var að ræða staðarhaldara Eiríksstaða ásamt starfsmönnum og menningar- og ferðamálafulltrúa Dalabyggðar. Einn af hápunktum ferðarinnar var mikil vinabæjahátíð, að því er fram kemur á vef Skessuhorns.

 „Íslendingarnir buðu uppá hangikjötslæri sem heimamenn kunnu vel að meta og fengu í staðinn að borða selkjötssúpu sem var elduð á hlóðum niðri í fjöru. Um kvöldið var veisla í boði bæjarins þar sem borið var fram grænlenskt lambakjöt,” segir Helga H. Ágústsdóttir ferða- og menningarfulltrúi Dalabyggðar, í samtali við Skessuhorn.

Nánar um ferð Dalamanna til Grænlands á vef Skessuhorns. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert