Helmingur yfir hámarkshraða

Helm­ing­ur öku­manna sem ók um Arn­ar­bakka í Breiðholti í dag ók yfir há­marks­hraða. Mæl­ing­ar eru þó betri nú eða síðast. Mæl­ing stóð yfir í klukku­stund.

Brot 61 öku­manns var myndað í Arn­ar­bakka í Breiðholti í dag.

Fylgst var með öku­tækj­um sem var ekið Arn­ar­bakka í vesturátt, að Dverga­bakka.

Á einni klukku­stund, eft­ir há­degi,  fóru 123 öku­tæki þessa akst­urs­leið og því ók helm­ing­ur öku­manna, eða 50%, of hratt eða yfir af­skipta­hraða.

Meðal­hraði hinna brot­legu var tæp­lega 48 km/​klst en þarna er 30 km há­marks­hraði. Tutt­ugu óku á 50 km hraða eða meira en sá sem hraðast ók mæld­ist á 70. 

Niðurstaðan í dag er ei­lítið skárri en við síðustu mæl­ingu í Arn­ar­bakka. Þá óku 57% öku­manna of hratt eða yfir af­skipta­hraða en meðal­hraði hinna brot­legu var þá ámóta og núna.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert