Kínaferðir kostuðu 5 milljónir

Þorgerður Katrín skoðar verðlaunapening Sturlu Ásgeirssonar í Peking.
Þorgerður Katrín skoðar verðlaunapening Sturlu Ásgeirssonar í Peking. mbl.is/Brynjar Gauti

Kostnaður við ferðir Þor­gerðar Katrín­ar Gunn­ars­dótt­ur og fylgd­arliðs henn­ar til Kína nem­ur alls um 5.000.000 króna sem greidd­ar eru af mennta­málaráðuneyt­inu.

Þor­gerður fór tvær ferðir til Pek­ing á meðan Ólymp­íu­leik­un­um stóð sem ráðherra íþrótta­mála. Í fyrri ferðinni, sem far­in var frá 5. til 14. ág­úst voru með í för Kristján Ara­son eig­inmaður henn­ar auk ráðuneyt­is­stjóra og maka hans. Flogið var um Kaup­manna­höfn með Flug­leiðum til Kína og var far­gjald á mann 446.320 kr, eða tæp­ar 1,8 millj­ón­ir fyr­ir þau fjög­ur. Gi­sti­kostnaður ligg­ur ekki fyr­ir þar sem reikn­ing­ur frá ÍSÍ hef­ur ekki borist, en með dag­pen­ing­um ráðherra og ráðuneyt­is­stjóra, sem eru 30.000 og 12.000 á dag, er heild­ar­kostnaður fyrri ferðar­inn­ar rúm­lega 2,2 millj­ón­ir.

Þegar ljóst var að ís­lenska hand­bolta­landsliðið myndi keppa í undanúr­slit­um var ákveðið að Þor­gerður færi aft­ur til Pek­ing, 9 dög­um eft­ir heim­kom­una. Ferðin stóð frá 23.-25. ág­úst og með í för ráðherra voru aft­ur eig­inmaður henn­ar og ráðuneyt­is­stjóri, sem í þetta skiptið fór maka­laus. Flug­kostnaður þre­menn­ing­anna var rúm­lega 1,8 millj­ón­ir. Að viðbætt­um dag­pen­ingi ráðherra í þrjá daga, 90.000 og fyr­ir ráðuneyt­is­stjór­ann, 36.000 kostaði seinni ferðin ráðuneytið því um 2 millj­ón­ir að und­an­skild­um gi­sti­kostnaði.

Því ligg­ur fyr­ir að heild­ar­kostnaður við ferðir Þor­gerðar til Pek­ing er u.þ.b. 5 millj­ón­ir króna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka