Farþegaflugvél Icelandair lenti á Reykjavíkurflugvelli klukkan 17 með íslensku ólympíufarana innanborðs.
Flugvélin, Guðríður Þorbjarnardóttir, hafði áður hnitað nokkra hringi yfir borginni í fylgd tveggja þyrlna Landhelgisgæslunnar og DC-3 flugvélarinnar Páls Sveinssonar.
Móttaka verður fyrir íslensku íþróttamennina á Kjarvalsstöðum. Til stóð að íþróttafólkið myndi fara í opnum vagni frá Skólavörðuholti niður Skólavörðustíg klukkan 18 en tímasetningar gætu riðlast.