Lyklabörn vegna manneklunnar

Enn bíða tæplega 1.700 börn eftir plássi á frístundaheimilum ÍTR
Enn bíða tæplega 1.700 börn eftir plássi á frístundaheimilum ÍTR mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Fyrsta skóla­dag­inn var mér til­kynnt það að ekki væri hægt að taka við drengn­um mín­um og fékk því eng­an fyr­ir­vara um að bjarga þessu öðru­vísi,“ seg­ir móðir sjö ára drengs er sótti um pláss á frí­stunda­heim­il­inu Tígris­bæ við Rima­skóla. Þar hef­ur helm­ingi aðstöðunn­ar nú verið lokað vegna til­mæla heil­brigðis­eft­ir­lits­ins. „Ég hef eng­an tíma til að gera aðrar ráðstaf­an­ir, börn á þess­um aldri geta ekki verið ein heima,“ seg­ir hún og bæt­ir við að mann­ekla á frí­stunda­heim­il­um stuðli að því að eldri börn verði hrein­lega að fá lyk­il um háls­inn og sjái um sig sjálf.

„Það eru tæp­lega 50 börn sem bíða eft­ir því að kom­ast að á frí­stunda­heim­ilið Tígris­bæ,“ seg­ir Soffía en tek­ur fram að börn sem hefja skóla­göngu í haust og börn sem búa við sér­stak­ar aðstæður, svo fremi sem sótt hafi verið um fyr­ir þau fyr­ir 1. apríl síðastliðinn, gangi fyr­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert