„Fyrsta skóladaginn var mér tilkynnt það að ekki væri hægt að taka við drengnum mínum og fékk því engan fyrirvara um að bjarga þessu öðruvísi,“ segir móðir sjö ára drengs er sótti um pláss á frístundaheimilinu Tígrisbæ við Rimaskóla. Þar hefur helmingi aðstöðunnar nú verið lokað vegna tilmæla heilbrigðiseftirlitsins. „Ég hef engan tíma til að gera aðrar ráðstafanir, börn á þessum aldri geta ekki verið ein heima,“ segir hún og bætir við að mannekla á frístundaheimilum stuðli að því að eldri börn verði hreinlega að fá lykil um hálsinn og sjái um sig sjálf.
„Það eru tæplega 50 börn sem bíða eftir því að komast að á frístundaheimilið Tígrisbæ,“ segir Soffía en tekur fram að börn sem hefja skólagöngu í haust og börn sem búa við sérstakar aðstæður, svo fremi sem sótt hafi verið um fyrir þau fyrir 1. apríl síðastliðinn, gangi fyrir.