Með stöðugan kökk í hálsinum

00:00
00:00

Pabb­ar, mömm­ur, afar eig­in­kon­ur, ömm­ur og börn voru klökk af ham­ingju þegar hand­bolta­hetj­urn­ar stigu úr vél­inni á Reykja­vík­ur­flug­veli, Mik­il viðhöfn var á flug­vell­in­um og allt var eins og best verður á kosið nema veðrið.

En hvernig er að vera pabbi og sjá son sinn taka við silfri á ólymp­íu­leik­um. Gunn­ar Bald­urs­son faðir Ró­berts Gunn­ars­son­ar seg­ist vera með stöðugan kökk í háls­in­um. Hann hafi lifað sig svo inn í leik­ina að hon­um hafi fund­ist hann vera sjálf­ur inni á vell­in­um.

Jakobína Finn­boga­dótt­ir amma Ólafs Stef­áns­son­ar og Mar­grét Sig­fús­dótt­ir mamma Sig­fús­ar Sig­urðsson­ar voru stolt­ar af strák­un­um sín­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert