Ótrúleg gjöf að vera Íslendingur

Íslensku landsliðsmennirnir á sviðinu á Lækjartorgi.
Íslensku landsliðsmennirnir á sviðinu á Lækjartorgi. mbl.is/G. Rúnar

„Það er ótrúleg gjöf að vera Íslendingur," sagði Ólafur Stefánsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, þegar hann ávarpaði mannföldann á Arnarhóli nú undir kvöld. „Það eru bara 300 þúsund manns, sem hafa fengið þá gjöf."

„Höldum áfram að breyta heiminum og virkja þá sköpunargáfu, sem býr í okkur og verum bara best," bætti landsliðsfyrirliðinn við.

Mikil stemmning er á Árnarhóli þar sem Valgeir Guðjónsson hefur stýrt dagskránni og fjöldasöng. Mikill mannfjöldi er í miðbænum til að fagna landsliðinu og áætlar lögreglan að 30 þúsund manns hið minnsta hafi komið þar saman. 

Landsliðsmennirnir voru kallaðar upp á svið hverjir af öðrum auk annarra aðstandanda landsliðshópsins í Peking. 

Þúsundir manna eru á Arnarhóli að fagna íslenska landsliðinu.
Þúsundir manna eru á Arnarhóli að fagna íslenska landsliðinu. mbl.is/Frikki
Íslensku landsliðsmennirnir óku á opnum vagni niður Skólavörðustíg.
Íslensku landsliðsmennirnir óku á opnum vagni niður Skólavörðustíg. mbl.is/Frikki
Páll Óskar Hjálmtýsson söng í upphafi dagskrárinnar.
Páll Óskar Hjálmtýsson söng í upphafi dagskrárinnar. mbl.is/Frikki
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert