Ótrúleg gjöf að vera Íslendingur

Íslensku landsliðsmennirnir á sviðinu á Lækjartorgi.
Íslensku landsliðsmennirnir á sviðinu á Lækjartorgi. mbl.is/G. Rúnar

„Það er ótrú­leg gjöf að vera Íslend­ing­ur," sagði Ólaf­ur Stef­áns­son, fyr­irliði ís­lenska hand­bolta­landsliðsins, þegar hann ávarpaði mann­föld­ann á Arn­ar­hóli nú und­ir kvöld. „Það eru bara 300 þúsund manns, sem hafa fengið þá gjöf."

„Höld­um áfram að breyta heim­in­um og virkja þá sköp­un­ar­gáfu, sem býr í okk­ur og ver­um bara best," bætti landsliðsfyr­irliðinn við.

Mik­il stemmn­ing er á Árn­ar­hóli þar sem Val­geir Guðjóns­son hef­ur stýrt dag­skránni og fjölda­söng. Mik­ill mann­fjöldi er í miðbæn­um til að fagna landsliðinu og áætl­ar lög­regl­an að 30 þúsund manns hið minnsta hafi komið þar sam­an. 

Landsliðsmenn­irn­ir voru kallaðar upp á svið hverj­ir af öðrum auk annarra aðstand­anda landsliðshóps­ins í Pek­ing. 

Þúsundir manna eru á Arnarhóli að fagna íslenska landsliðinu.
Þúsund­ir manna eru á Arn­ar­hóli að fagna ís­lenska landsliðinu. mbl.is/​Frikki
Íslensku landsliðsmennirnir óku á opnum vagni niður Skólavörðustíg.
Íslensku landsliðsmenn­irn­ir óku á opn­um vagni niður Skóla­vörðustíg. mbl.is/​Frikki
Páll Óskar Hjálmtýsson söng í upphafi dagskrárinnar.
Páll Óskar Hjálm­týs­son söng í upp­hafi dag­skrár­inn­ar. mbl.is/​Frikki
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert