Samstarf um jarðhitanýtingu

mbl.is

Á morgun verður undirritaður  samningur milli ríkisstjórna Íslands, Ástralíu og Bandaríkjanna um samstarf sem hefur það að markmiði að auka afrakstur jarðhitakerfa og gera átak í þróun nýrrar tækni í jarðhitanýtingu.

Verður samningurinn undirritaður í Keiliá Keflavíkurflugvelli.

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra undirritar samninginn fyrir Íslands hönd, en Katharine Fredriksen, aðstoðarráðherra í orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna, og Sharyn Minahan, sendiherra Ástralíu, skrifa undir sem fulltrúar Bandaríkjanna og Ástralíu.

Jarðhitasérfræðingar frá ofangreindum ríkjum halda fyrsta vinnufundinn í þessu alþjóðlega samstarfi í Þjóðminjasafninu í Reykjavík í dag og í fyrramálið þar sem samstarfsverkefni eru skilgreind nánar. Gert er ráð fyrir því að fleiri þjóðum verði boðið til þessa vísinda- og tæknisamstarfs á jarðahitasviðinu á næstu misserum, að því er segir í tilkynningu.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert