Sjóðurinn eignast fleiri íbúðir

Íbúðalánasjóður hefur það sem af er ári leyst til sín …
Íbúðalánasjóður hefur það sem af er ári leyst til sín fleiri eignir en allt árið í fyrra, eða 34 eignir nú en 32 allt árið 2007. mbl.is/Árni Sæberg

Tilvikum hefur fjölgað þar sem Íbúðalánasjóður þarf að leysa til sín íbúðir sem leiguíbúðafyrirtæki hafa keypt eða byggt með láni frá sjóðnum og leigt til einstaklinga. Hefur sjóðurinn það sem af er ári leyst til sín fleiri eignir en allt árið í fyrra, eða 34 eignir nú en 32 allt árið 2007.

„Fyrir 2007 þekktist þetta varla,“ segir Ásta H. Bragadóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs.

Ef um er að ræða margar íbúðir, t.d. heila blokk, hefur sjóðurinn þrjár leiðir. Fyrst af öllu leitar hann stundum til viðkomandi sveitarfélags með það í huga að selja sveitarfélaginu íbúðirnar, þá er stundum reynt að selja eignina í heild til leiguíbúðafélags og loks getur sjóðurinn auglýst sérhverja eign.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert