Svið reist á Lækjartorgi

Skólavörðustígurinn er fánum prýddur.
Skólavörðustígurinn er fánum prýddur. mbl.is/Júlíus

Verið er að reisa svið á Lækjartorgi þar sem tekið verður á móti íslenska handboltalandsliðinu og öðrum ólympíuförum um klukkan 18:30 í kvöld. Þá er Skólavörðustígurinn fánum prýddur en ólympíufararnir munu aka niður hann á opnum vagni. 

Ólympíuhópurinn er nú á leið til Íslands með flugvél Icelandair frá Frankfurt og lenda á Reykjavíkurflugvelli um klukkan 16:30.

Á leiðinni til Reykjavíkur verður mynduð heiðursfylking yfir Straumsvík. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar og DC-3 vél Þristavinafélagsins, Páll Sveinsson, munu fylkja sér um Boeing 757 þotu Icelandair og fylgja henni inn til lendingar á Reykjavíkurflugvelli. Við Flugskýli 1 verður tekið á móti landsliðinu og fylgdarliði.

Ólympíufararnir munu síðan aka í opnum vagni frá Skólavörðuholti kl. 18 í fylgd lúðrasveitar, fánabera ungs íþróttafólks og lögreglu, og verður ekið niður Skólavörðustíg og Bankastræti að Arnarhól. Þar fer fram fagnaðarfundur þjóðarinnar undir stjórn Valgeirs Guðjónssonar.

Að þessu loknu mun handboltalandsliðið halda til Bessastaða þar sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, veitir því fálkaorðuna. 

mbl.is/Júlíus
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka