Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í dag bíl sökum undarlegs aksturslags bílstjóra og reyndist sá ölvaður. Þá kom í ljós að í bílnum var alls kyns dót, tölvur og fleira. Í bílnum voru þrír karlmenn og ein kona og voru þau öll handtekin.
Kom í ljós að þýfið var úr innbroti í hús í Austurbænum.
Allt gekk vel á Arnarhóli
Lögregla og björgunarsveitir höfðu mikinn viðbúnað í dag við Arnahól þegar íslenska landsliðinu var fagnað á Lækjartorgi. Allt gekk vel og var mikið um fjölskyldufólk. Aðstoðaði lögreglan fjögur börn við að finna foreldra sína en mikill troðningur var við sviðið og höfðu börnin orðið viðskila við foreldrana.