Viðræðum hætt við Heilsuverndarstöðina/Alhjúkrun

Hólavað 1-11
Hólavað 1-11 mbl.is/Frikki

Samn­ingaviðræðum Vel­ferðarsviðs Reykja­vík­ur­borg­ar við Heilsu­vernd­ar­stöðina/​Al­hjúkr­un um rekst­ur bú­setu­úr­ræðis með fé­lags­leg­um stuðningi hef­ur verið slitið. 

Í kjöl­far yf­ir­lýs­ing­ar sem Vel­ferðarsviði Reykja­vík­ur­borg­ar barst frá Heilsu­vernd­ar­stöðinni/​Al­hjúkr­un í dag samþykkti vel­ferðarráð sam­hljóða til­lögu meiri­hluta vel­ferðarráðs þar sem lagt er til að viðræðum verði hætt. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu.  

Í yf­ir­lýs­ing­unni kom fram að Heilsu­vernd­ar­stöðin/​Al­hjúkr­un geti ekki staðfest að hús­næðið að Hóla­vaði 1-11 sé fyr­ir hendi.

Sviðsstjóra Vel­ferðarsviðs hef­ur verið falið að skoða málið frá grunni, þar með talið að ræða á ný við þá fjóra aðila sem sótt­ust eft­ir sam­starfi og koma með til­lögu til vel­ferðarráðs í kjöl­far þess.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert