VM: Gengur illa að fá sjómenn með réttindi

Fund­ur í kjara­nefnd sjó­manna VM fé­lagi vél­stjóra og málm­tækni­manna sér fram á al­var­legt ástand í mönn­un­ar­mál­um og harðar deil­ur vegna ol­íu­kostnaðar skipa. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá fé­lag­inu.
 
Á fundi í kjara­nefnd sjó­manna hjá VM, sem hald­inn var á föstu­dag­inn, var m.a. fjallað um kröfu út­gerðarmanna um að áhafn­ir taki þátt í ol­íu­kostnaði skipa. Var kjara­nefnd sjó­manna VM sam­mála um að þátt­taka í ol­íu­kostnaði væri ekki til umræðu og yrði al­farið hafnað í kom­andi kjara­samn­ingaviðræðum. Verður þetta lík­lega helsta deilu­mál þess­ara samn­inga.

„Á fund­in­um var m.a. fjallað um af­greiðslu mönn­un­ar­nefnd­ar á fækk­un vél­stjóra um borð í fiski­skip­um og ástandið í und­anþágu­mál­um. Fund­ar­menn voru ekki sátt­ir við vinnu­brögð mönn­un­ar­nefnd­ar að heim­ila fækk­un vél­stjóra án und­an­geng­inn­ar könn­unn­ar á vinnu­álagi þeirra. Telja fund­ar­menn að vinnu­lýs­ing fyr­ir vél­stjóra verði að liggja fyr­ir svo hægt sé að leggja rétt mat á mönn­un­ina fyr­ir viðkom­andi skip. Hug­takið vakt­frítt vél­ar­rúm sé ekki rétt túlkað.

Varðandi und­anþágu­mál­in kom það fram að vönt­un á vél­stjór­um á fiski­skipa­flot­ann með nægi­leg rétt­indi er að koma bet­ur í ljós, eft­ir að und­anþágu­nefnd­in fór að vinna eft­ir mjög skýr­um lög­um frá ár­inu 2007 og hef­ur þess vegna lítið svig­rúm til að gefa und­anþágur eins og áður var. Því er að skap­ast mjög al­var­legt ástand í sum­um flokk­um út­gerðar, erfitt virðist að finna ein­falda lausn á vand­an­um, þar sem menn með rétt­indi fást ekki í þessi störf.

Einnig var fjallað um kjara­samn­inga vél­stjóra á fiski­skip­um. Þar standa viðræður yfir en aðal­bit­beinið í þeim samn­ing­um töldu fund­ar­menn vera kröfu út­gerðanna um að áhafn­ir taki auk­inn þátt í ol­íu­kostnaði skip­anna. Fund­ar­menn voru sam­mála um að auk­in þátt­taka í ol­íu­kostnaði væri ekki til umræðu og al­farið hafnað," sam­kvæmt til­kynn­ingu .

VM er kem­ur að alls 27 kjara­samn­ing­um. Það sem af er ár­inu hef­ur fé­lagið lokið við gerð al­menns samn­ings vegna vél­stjóra, málm­tækni- og neta­gerðarmanna við Sam­tök at­vinnu­lífs­ins, samn­ing­um fyr­ir málm­tækni­menn og vél­fræðinga sem starfa hjá Orku­veitu Reykja­vík­ur og samn­ingi vegna vél­stjóra á skip­um Land­helg­is­gæsl­unn­ar.

At­kvæði í póst­atkvæðagreiðslu um kjara­samn­ing VM við Sam­tök at­vinnu­lífs­ins, um kaup og kjör vél­stjóra á kaup­skip­um, voru tal­inn 20. ág­úst. Á kjör­skrá voru 36 og greiddu 26 at­kvæði, eða 72%. At­kvæði féllu þannig að 23 samþykktu samn­ing­inn er þrír voru á móti. Kjara­samn­ing­ur­inn var því samþykkt­ur með 88,4 % greiddra at­kvæða. Þess­ir starfs­menn skipa­fé­lag­anna eru starfs­menn á kaup­skip­um sem skráð eru er­lend­is.

Viðræður vegna samn­inga vél­stjóra á fiski­skip­um og á san­dælu­skip­um standa nú yfir. Í októ­ber næst­kom­andi losna samn­ing­ar við Faxa­flóa­hafn­ir. Í nóv­em­ber losna samn­ing­ar vegna vél­stjóra á skip­um Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, samn­ing­ar vegna vél­stjóra og málm­tækni­manna á samn­ingi við Launa­nefnd sveit­ar­fé­laga og kjara­samn­ing­ur við Alcan.
Í des­em­ber 2008 losna svo samn­ing­ar vegna vél­fræðinga og málm­tækni­manna hjá Lands­virkj­un og vegna vél­fræðinga hjá Landsneti, Hita­veitu Suður­nesja og hjá Orku­búi Vest­fjarða.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert