Hjálpræðisherinn er að festa kaup á húsi 730 við Flugvallarbraut á Keflavíkurflugvelli. Húsið er um 550 m2 og ætlar Hjálpræðisherinn að vera þar með fjölbreytt starf í vetur. Stefnt er að því að vígja húsið og taka það formlega í notkun 28. september næstkomandi.
Kapteinarnir og hjónin Ester Daníelsdóttir og Wouter van Gooswilligen eru í forystu starfs Hjálpræðishersins á Suðurnesjum. Þau voru foringjar í Hjálpræðishernum í Noregi um árabil en komu til starfa á Suðurnesjum fyrir einu ári. Ester sagði að í Noregi hefðu þau lagt mikla áherslu á tónlist og fjölskyldumiðað starf. Sama áhersla verður í starfinu á Keflavíkurflugvelli.