Dómstólar hafa síðasta orðið

Ökufanturinn fyrir framan Austurbæjarskóla
Ökufanturinn fyrir framan Austurbæjarskóla mbl.is/Sighvatur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar enn vítaverða aksturinn sem liðlega tvítugur piltur varð uppvís að á skólalóð Austurbæjarskóla á mánudaginn. Til skoðunar er hvort hann verði ákærður, m.a. fyrir að leggja líf skólabarna í hættu sem voru á skólalóðinni. Ákæruvaldið mun einnig ákveða hvort það krefjist þess að dómstóll geri sportbíl piltsins upptækan.

Fari svo að ákært verði, upptökukrafa sett fram og dómstóll samþykki hana, verður það í annað skiptið sem slík úrslit fást fyrir dómstólum á því rúma ári sem liðið er frá því að ákvæði, sem heimilar upptöku ökutækja vegna alvarlegra og ítrekaðra brota, voru sett inn í umferðarlög.

Fyrsta málið af þessum toga var dæmt í Héraðsdómi Suðurlands 7. júlí sl. en þar var mótorhjól gert upptækt með dómi og ökumaður þess að auki dæmdur í 8 mánaða skilorðsbundið fangelsi. Til upprifjunar skal nefnt að hann ók á 200 km hraða á Suðurlandsvegi, hlýddi ekki lögreglu um að stöðva, en það alvarlegasta í málinu hlýtur að vera sú háttsemi hans að aka yfir höfuðið á félaga sínum sem lá í götunni eftir árekstur við bíl augnabliki fyrr.

Fjallað var um dóminn á mbl.is þegar hann féll í héraðsdómi

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert