Eden í Hveragerði gjaldþrota

Hveragerði
Hveragerði Margrét Hallgrímsdóttir

Eden EHF., sem rekið hefur samnefndan veitinga- og ferðamannastað í Hveragerði, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta.

Eignir Eden voru slegnar Sparisjóði Suðurlands á nauðungaruppboði 2. júlí sl. fyrir 175 milljónir króna. Ólafur Elísson sparisjóðsstjóri segir að leigusamningur við núverandi rekstraraðila hafi verið framlengdur og Eden sé áfram í fullum rekstri.

Eden í Hveragerði er einn þekktasti ferðamannastaður landsins. Þangað koma milli 300 og 400 þúsund gestir árlega. Bragi Einarsson stofnaði fyrirtækið sumardaginn fyrsta 1958 og var haldið upp á 50 ára afmælið í vor. Bragi rak Eden til ársins 2006, eða í 48 ár, er hann seldi reksturinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka