Einhverft barn kemst ekki að á frístundaheimili

„Síðastliðinn laug­ar­dag var ég lát­in vita að dreng­ur­inn minn kæm­ist ekki strax inn,“ seg­ir Halla Rut Bjarna­dótt­ir en tek­ur fram að vegna ein­hverfu son­ar síns sé hann fyrst­ur í röð þeirra barna sem eru á for­gangslista.

„Fyr­ir ein­hverf börn er pró­gramm all­an dag­inn mik­il­vægt, við höfuðum líka lent í hremm­ing­um með leik­skóla, því margít­rekaði ég í þetta skipti hvort það væri ekki pottþétt að hann kæm­ist inn,“ seg­ir Halla og bæt­ir við að stjórn­end­ur frí­stunda­heim­ila hjá borg­inni hafi greini­lega slegið mönn­un­ar­vanda­mál­inu á frest fram á síðustu stund.

For­gang um dvöl hafa sex ára börn, börn með sérþarf­ir og börn sem búa við sér­stak­ar aðstæður svo fremi sem sótt hef­ur verið um fyr­ir 1. apríl. Um 1.700 börn bíða eft­ir að kom­ast að en Kjart­an Magnús­son, formaður ÍTR, seg­ist vongóður um að leysa mönn­un­ar­vand­ann.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert