Forsætisráðherra minnist Sigurbjörns Einarssonar

Sigurbjörn Einarsson biskup
Sigurbjörn Einarsson biskup Jim Smart

Með herra Sig­ur­birni Ein­ars­syni bisk­upi er geng­inn mik­il­hæf­ur trú­ar­leiðtogi og djúp­vit­ur hugsuður, sem hafði með orðræðu sinni og fram­göngu meiri og var­an­legri áhrif á ís­lenskt trú­ar­líf og þjóðfé­lag en flest­ir Íslend­ing­ar fyrr og síðar, seg­ir Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra í yf­ir­lýs­ingu en Sig­ur­björn lést í morg­un 97 ára að aldri.

„Allt til hinstu stund­ar var hann ein­læg­ur og virk­ur í þeirri köll­un sinni að efla trú­ar­vit­und Íslend­inga og mik­il­vægi krist­inn­ar trú­ar í dag­legu lífi. Pré­dik­an­ir herra Sig­ur­björns bera vott um inn­sæi hans og sálm­ar hans og bæn­ir snerta streng í hjarta sér­hvers krist­ins manns.

Við and­lát hans er Íslend­ing­um efst í huga þakk­læti fyr­ir það sem hann veitti þjóð sinni. Hans er minnst sem ást­sæl­asta and­lega leiðtoga þjóðar­inn­ar á síðari tím­um.

Ég færi ást­vin­um herra Sig­ur­björns ein­læg­ar samúðarkveðjur rík­is­stjórn­ar Íslands og þjóðar­inn­ar allr­ar.

Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra."

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka