Kreppa af völdum ráðherra

Guðni Ágústsson á á fundi með Húsvíkingum
Guðni Ágústsson á á fundi með Húsvíkingum mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Salurinn var þéttsetinn á opnum fundi Guðna Ágústssonar, formanns Framsóknarflokksins, á Húsavík í gærkvöldi. Eins og við var að búast vék Guðni í máli sínu mjög að fyrirhuguðum álversframkvæmdum við Bakka og þeirri stöðu sem upp er komin eftir úrskurð umhverfisráðherra.

Í ræðu sinni benti Guðni á að með úrskurðinum væri verið að búa til kreppu í Norðurþingi af mannavöldum. Úrskurð ráðherra kallaði Guðni „skemmdarverk“ og sagði hana hafa slegið á bjartsýnina sem ríkti áður í sveitarfélaginu.

„Þetta er grafalvarleg staða sem upp er komin,“ sagði Guðni og bætti litlu síðar við: „Niðurstaða Þórunnar er ómarkviss og ekki faglega tekin.“

„Þarf að berjast fyrir lífinu“

Guðni virtist í ræðunni kalla eftir að breiðfylking Norðlendinga, allt frá Skagafirði og til Skjálfandaflóa, tæki höndum saman til að berjast fyrir álveri á Bakka. Í máli Guðna kom jafnframt fram að næstu skref hjá Þingeyingum ættu að vera þau að berjast fyrir því að fá að gera tilraunaborholur. 
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert