Nætursjónaukar aðeins í einni þyrlu

Nætursjónaukar í þyrlum teljast mikilvægt öryggistæki við leit og björgjun.
Nætursjónaukar í þyrlum teljast mikilvægt öryggistæki við leit og björgjun. Árni Sæberg

Aðeins ein björg­un­arþyrla af þrem­ur hjá Land­helg­is­gæsl­unni er með næt­ur­sjón­auk­um sem stend­ur. Verið er að setja slík­an búnað í aðra þyrlu og eru von­ir bundn­ar við að því verki ljúki með haust­inu. Ekki stend­ur hins veg­ar til að setja næt­ur­sjón­auka í þriðju þyrluna þar sem Gæsl­an hef­ur ekki fjár­heim­ild­ir til þess.

Afar langt og kostnaðarsamt ferli fylg­ir því að setja næt­ur­sjón­auka í björg­un­arþyrlu en kostnaður­inn hleyp­ur á fleiri millj­ón­um króna.

Þyrlu­kost­ur Gæsl­unn­ar sam­an­stend­ur nú af tveim­ur stór­um þyrl­um af gerðinni Super Puma, TF-LIF og TF-GNA. Sú fyrr­nefnda er með næt­ur­sjón­auk­um en sú síðar­nefnda, sem er leiguþyrla frá Nor­egi, er ekki kom­in með slík­an búnað. Þegar Norðmenn leigðu Íslend­ing­um þyrluna átti hún að vera með næt­ur­sjón­auka við af­hend­ingu en að sögn Hösk­uld­ar Ólafs­son­ar tækn­i­stjóra Gæsl­unn­ar höfðu Norðmenn­irn­ir ekki lokið ísetn­ing­unni. Er það því á þeirra hendi að stýra þyrlunni í gegn­um hið mjög svo flókna ferli hjá EASA, Flu­gör­ygg­is­stofn­un Evr­ópu.

„Það er mjög erfitt að fá samþykkt fyr­ir búnaði af þess­um toga," bend­ir Hösk­uld­ur á. „Búnaður­inn þarf að fara í gegn­um mjög strang­ar próf­an­ir hjá EASA en við erum að von­ast til að lýs­ing­in verði til­bú­in til notk­un­ar í októ­ber og í kjöl­farið fái hún stimp­il."

Þriðja þyrl­an, sú minnsta í flota Gæsl­unn­ar, TF-EIR, er án næt­ur­sjón­auka og ekki stend­ur til að setja búnaðinn í þyrluna. Seg­ir Geirþrúður Al­freðsdótt­ir flugrekstr­ar­stjóri Gæsl­unn­ar að stofn­un­in hafi ekki fjár­hags­legt bol­magn til verks­ins. Að mati henn­ar væri vissu­lega æski­legt að hafa all­ar þyrlurn­ar úbún­ar með besta búnaði sem mögu­leg­ur er á hverj­um tíma, en Gæsl­an þurfi að haga starf­semi sinni í sam­ræmi við aðstæður.

Þegar TF-SIF, sem var sömu gerðar og TF-EIR, lenti í sjón­um úti fyr­ir Straums­vík fyr­ir rúmu ári síðan, var hún á loka­hnykkn­um í tveggja ára ísetn­ing­ar­ferli

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert