Pósthúsið og Ístak segja upp fólki

Vinnumálastofnun bárust í dag tilkynningar um hópuppsagnir frá tveimur fyrirtækjum: Pósthúsinu, sem segir upp 129 manns, og Ístaki, sem segir upp um 300 manns.

Pósthúsið, sem er dótturfyrirtæki 365 miðla, segir upp fólki sem starfað hefur við dreifingu Fréttablaðsins. 

Ístak segir upp verkamönnum sem hafa starfað við stórverkefni á vegum fyrirtækisins en þeim verkefnum er að ljúka, Hraunaveitu við Kárahnjúka og tvöföldun Reykjanesbrautar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert