Starfsmenn hlunnfarnir

Heilsuverndarstöðin við Barónsstíg.
Heilsuverndarstöðin við Barónsstíg. mbl.is

Heilsuverndarstöðin ehf. hefur staðið illa í skilum á lífeyrissjóðsgreiðslum, félagsgjöldum og fleiri greiðslum sem fyrirtækið hefur dregið af launum starfsmanna sinna. Ragnheiður Eiríksdóttir, fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins, og tveir núverandi starfsmenn fyrirtækisins sem ekki vilja láta nafns síns getið segja þetta. Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands, segir málið hafa komið inn á borð félagsins.

Komst að þessu fyrir tilviljun

„Ég ætlaði að sækja um styrk hjá stéttarfélaginu mínu en komst að því að ekki hafði verið greitt fyrir nema einn mánuð af þremur sem ég hafði starfað þarna,“ segir Ragnheiður sem segir að sama staðan hafi verið hjá lífeyrissjóði sínum. „Á venjulegum vinnustöðum þarf ekki að athuga mánaðarlega hvort félagsgjöldunum og lífeyrisgjöldunum hafi verið skilað.“ Ragnheiður segir félagsgjöldin nú greidd en lífeyrissjóðsgreiðslurnar séu til innheimtu á vegum lífeyrissjóðsins. Annar af tveimur núverandi starfsmönnum sem vilja ekki láta nafns síns getið segir að ekki hafi verið staðin skil á umræddum greiðslum frá því að hann hóf störf.Gísli G. Hall hæstaréttarlögmaður segir dómafordæmi vera fyrir því að forsvarsmenn fyrirtækja séu sakfelldir fyrir fjárdrátt fyrir að standa ekki skil á launatengdum gjöldum þó það sé sjaldgæft. Hann segir þannig mál oftast koma upp í tengslum við greiðsluerfiðleika hjá fyritækjum.

Gestur Pétursson, stjórnarformaður Heilsuverndarstöðvarinnar, gat ekki tjáð sig um málið þegar 24 stundir náðu tali af honum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert