Hópur breskra kvikmyndatökumanna kemur til Ísafjarðar í dag og ætlar á morgun að mynda mót í mýrarbolta í Tungudal. Ekki er um alvöru mót að ræða heldur er þetta gert fyrir kvikmynd sem verður m.a. sýnd á BBC World og National Geographic.
Myndin fjallar um áhugaljósmyndara sem vinnur samkeppni á vegum Canon
myndavélaframleiðandans. Honum er sett fyrir það verkefni að mynda
Evrópumeistaramótið í mýrarbolta sem fram fer á Ísafirði, þar sem m.a.
tekur þátt alþjóðlegt lið slökkviliðsmanna.
Að sögn upplýsingafulltrúa Ísafjarðarbæjar er nú lag fyrir íbúa á norðanverðum Vestfjörðum og gesti þeirra að verða kvikmyndastjörnur. Tökur hefjast klukkan 14 og þeim lýkur klukkan 16.
Nánari upplýsingar á vef Ísafjarðarbæjar.