Ekkert flogið innanlands

mbl.is/Þorkell.

At­huga á með flug frá Reykja­vík til Eg­ilsstaða og Ak­ur­eyr­ar klukk­an hálf­átta í kvöld, en öllu flugi til Ísa­fjarðar og Vest­manna­eyja hef­ur verið af­lýst vegna veðurs, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Flug­fé­lagi Íslands.

Ekk­ert hef­ur verið flogið til áfangastaða inn­an­lands í dag vegna veðurs, en tvær ferðir verið farn­ar til Græn­lands. Áætlað er að fara eina ferð til Fær­eyja í kvöld, en enn er óvíst hvort af henni verður. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert