Athuga á með flug frá Reykjavík til Egilsstaða og Akureyrar klukkan hálfátta í kvöld, en öllu flugi til Ísafjarðar og Vestmannaeyja hefur verið aflýst vegna veðurs, samkvæmt upplýsingum frá Flugfélagi Íslands.
Ekkert hefur verið flogið til áfangastaða innanlands í dag vegna veðurs, en tvær ferðir verið farnar til Grænlands. Áætlað er að fara eina ferð til Færeyja í kvöld, en enn er óvíst hvort af henni verður.