Ekkert er í boði á samráðsfundum verkalýðshreyfingar og ríkisstjórnar nema kaffi, segir formaður Vinstri grænna sem ætlar að kynna nýjar tillögur um aðgerðir í efnahagsmálum á flokksráðsfundi VGÍ Reykholti í dag.
Steingrímur vill þverpólitíska þjóðarsátt, og hann vill skoða hvort lög um gjaldeyrisstöðugleika, fulla atvinnu og sjálfbæra þróun eigi ekki að vera hliðarmarkmið við verðbólgumarkmið Seðlabanka.
Hann segir ráðamenn hætta að afneita vandanum en það gerist samt ekki neitt. Ráðleysi, dáðleysi og andvaraleysi sé ríkjandi og ráðamenn séu mest í útlöndum. Þá sé forsætisráðherra í útlöndum og efnahagsráðgjafinn sé nýkominn frá Kína. Utanríkisráðherra kannist síðan ekki við að hér sé kreppa þegar hún sé spurð.