„Þau vilja hafa okkur áfram í vinnu, en á okkar lágu launum,“ segir Ragnhildur Árnadóttir sjúkraliði. Hún lauk ásamt þremur samstarfskonum sínum á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð sjúkraliðanámi í maí, en þær fá ekki vinnu sem sjúkraliðar. „Við vorum hvattar af okkar stjórnendum til þess að fara í námið en núna vilja þeir ekki kannast við að hafa gert það,“ segir Ragnhildur.