Fylgst með umferðarhraða við grunnskóla

Hámarkshraði við grunnskóla er 30 km/klst.
Hámarkshraði við grunnskóla er 30 km/klst. Árni Sæberg

Lögreglu hafa borist ábendingar um hraðakstur í námunda við nokkra grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu svo sem Langholtsskóla, Breiðagerðisskóla og Réttarholtsskóla. Af þessu tilefni mun lögreglan herða eftirlit við grunnskóla og meðal annars nota til þess ómerkta lögreglubifreið sem búin er hraðamyndavél. Þeir sem aka yfir leyfilegum hámarkshraða mega búast við sektum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka