Gæsluvarðhald framlengt yfir Hollendingi

Hollendingurinn
Hollendingurinn mbl.is/Golli

Hollenskur karlmaður á áttræðisaldri var í gær úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í sex vikur, eða til 9. október. Maðurinn var handtekinn með 190 kg af hassi í húsbíl sem kom til Seyðisfjarðar með ferjunni Norrænu um miðjan júní og hefur setið í gæsluvarðhaldi frá þeim tíma.

Í júlí handtók lögreglan Íslending á fimmtugsaldri í þágu rannsóknar málsins. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi frá þeim tíma. Gæsluvarðhald yfir honum rennur út þann 3. september og samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu liggur ekki fyrir hvort farið verður fram á framlengingu á því.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert