Gámur fauk á ljósastaur við Klébergsskóla í hvassviðrinu á Kjalarnesi í nótt, en vindhraði mældist allt að 35 metrar á sekúndu um þrjúleytið í nótt.
Að sögn Þórðar Bogasonar, búfræðings, fauk gámurinn á ljósastaur við grasvöll á skólalóðinni, og brotnaði staurinn. Gámurinn stóð á planinu þar sem verið var að leggja gervigras á völlinn.
Þórður segist ekki hafa orðið var við frekara tjón en vindhraði mældist um 35 metrar á sekúndu klukkan þrjú í nótt.