Gámur fauk af bíl á Kjalarnesi

mbl.is/Július

Gámur fauk af flutningabíl á Kjalarnesi í hvassviðrinu í nótt.  Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fór bílinn ekki út af en gámurinn varð eftir við veginn.  Engin slys voru á fólki en of hvasst hefur verið til þess að fjarlægja gáminn, en að sögn lögreglu mældist vindur allt að 30 metrar á sekúndu á Kjalarnesinu í nótt.    

Engar björgunarsveitir voru kallaðir út í nótt, en að sögn lögreglu var eitthvað um fjúkandi hluti.  Í Norðlingaholti fauk 12 metra gámur til en olli ekki að því er virtist neinu tjóni.  Í Grafarvogi fuku trampólín í tveim görðum og vinnupallur fór af stað.  Í Gnoðavogi fauk timbur af þaki.

Að sögn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins voru engin útköll vegna veðurs í nótt. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert