Stutt haustþing hefst á Alþingi klukkan 13:30 á þriðjudag en gert er ráð fyrir að það standi í hálfan mánuð. Samkvæmt dagskrá, sem birt hefur verið á vef Alþingis er eina málið, sem rætt verður á mánudag, skýrsla forsætisráðherra um efnahagsmál.
Nýtt þing verður síðan sett í byrjun október og þá verður að venju lagt fram fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár.