Hjálpa heimilislausum dýrum

Nokkurir háskólaborgarar í Reykjavík hafa tekið sig saman til að hrinda stóra draumnum sínum í framkvæmd.  Þetta fólk dreymir um að stofna dýraathvarf í Reykjavík, til að hjálpa heimilislausum dýrum. 

Heimasíða hópsins heitir dýrahjalp. org. Þar er jafnan að finna lista yfir heimilislaus dýr sem eru að leita að nýjum fjölskyldum.

Í hópi þeirra sem hafa fundið nýja eigendur eru tveir dobermanhundar, boxerhundur  og border collie hundar. Þá eru líka dæmi um ketti og kanínur.

Í hópnum er viðskiptafræðingur, sálfræðingur, stjórnmálafræðingur og doktorsnemi í lögfræði. Þau telja að þekkingin ætti að duga til að reka hundaathvarf á sléttu.

Þær Valgerður Valgeirsdóttir viðskiptafræðingur hjá Pricewaterhouse Cooper og Sandra Lyngdorf doktorsnemi í lögfræði við Háskólann í Reykjavík segja að þetta hafi verið þeirra helsta áhugamál frá barnæsku. Þær geti ekki hugsað sér neitt skemmtilegra en að vinna með dýrum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert