Hjálpa heimilislausum dýrum

00:00
00:00

Nokk­ur­ir há­skóla­borg­ar­ar í Reykja­vík hafa tekið sig sam­an til að hrinda stóra draumn­um sín­um í fram­kvæmd.  Þetta fólk dreym­ir um að stofna dýra­at­hvarf í Reykja­vík, til að hjálpa heim­il­is­laus­um dýr­um. 

Heimasíða hóps­ins heit­ir dýra­hjalp. org. Þar er jafn­an að finna lista yfir heim­il­is­laus dýr sem eru að leita að nýj­um fjöl­skyld­um.

Í hópi þeirra sem hafa fundið nýja eig­end­ur eru tveir do­ber­man­hund­ar, boxer­hund­ur  og bor­der collie hund­ar. Þá eru líka dæmi um ketti og kan­ín­ur.

Í hópn­um er viðskipta­fræðing­ur, sál­fræðing­ur, stjórn­mála­fræðing­ur og doktorsnemi í lög­fræði. Þau telja að þekk­ing­in ætti að duga til að reka hunda­at­hvarf á sléttu.

Þær Val­gerður Val­geirs­dótt­ir viðskipta­fræðing­ur hjá Pricewater­hou­se Cooper og Sandra Lyngdorf doktorsnemi í lög­fræði við Há­skól­ann í Reykja­vík segja að þetta hafi verið þeirra helsta áhuga­mál frá barnæsku. Þær geti ekki hugsað sér neitt skemmti­legra en að vinna með dýr­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka