Nokkurir háskólaborgarar í Reykjavík hafa tekið sig saman til að hrinda stóra draumnum sínum í framkvæmd. Þetta fólk dreymir um að stofna dýraathvarf í Reykjavík, til að hjálpa heimilislausum dýrum.
Heimasíða hópsins heitir dýrahjalp. org. Þar er jafnan að finna lista yfir heimilislaus dýr sem eru að leita að nýjum fjölskyldum.
Í hópi þeirra sem hafa fundið nýja eigendur eru tveir dobermanhundar, boxerhundur og border collie hundar. Þá eru líka dæmi um ketti og kanínur.
Í hópnum er viðskiptafræðingur, sálfræðingur, stjórnmálafræðingur og doktorsnemi í lögfræði. Þau telja að þekkingin ætti að duga til að reka hundaathvarf á sléttu.
Þær Valgerður Valgeirsdóttir viðskiptafræðingur hjá Pricewaterhouse Cooper og Sandra Lyngdorf doktorsnemi í lögfræði við Háskólann í Reykjavík segja að þetta hafi verið þeirra helsta áhugamál frá barnæsku. Þær geti ekki hugsað sér neitt skemmtilegra en að vinna með dýrum.