„Fyrir leiki horfðum við á myndir af börnunum okkar og varðveittum í
huganum það besta sem við eigum,“ segir Ólafur Stefánsson handknattleiksmaður m.a. í viðtali við Kolbrúnu Bergþórsdóttur í Morgunblaðinu á morgun um keppnina á Ólympíuleikunum.
Ólafur segir ennfremur í viðtalinu:
„Það sem ég dáðist svo að á þeim vikum sem við vorum í þessari keppni var að enginn varð samur á eftir, allir voru orðnir heldur betri manneskjur þegar leikunum lauk. Á hverjum degi vorum við í ákveðnum sálfræðipælingum, vorum að vinna með okkur sjálfa sem einstaklinga og stefndum að ákveðnu markmiði.“
„Fyrir leiki horfðum við á myndir af börnunum okkar og varðveittum í
huganum það besta sem við eigum. Við hugsuðum um það hvað litlir hlutir geta breytt mörgu í lífinu og að árangur leiðir oft til meiri árangurs. Við veltum fyrir okkur alls kyns hamingjuhugtökum. Svo lögðumst við vitaskuld líka í tæknilega rannsókn á mótherjunum, spurðum okkur: Hvernig hreyfir þessi leikmaður sig og hvar á ég að skjóta?“
Viðtalið við Ólaf birtist í Morgunblaðinu á morgun. Hann ræðir um árangur landsliðsins, hvernig það undirbjó sig andlega, áhuga sinn á heimspeki og hvaða bækurhafa haft mest áhrif á hann.