Kvikmyndafyrirtæki í þrot

Ingvar Sigurðsson í Kaldaljósi.
Ingvar Sigurðsson í Kaldaljósi. mbl.is

Tvö ís­lensk kvik­mynda­fyr­ir­tæki, Kalda­ljós ehf. og Ferð ehf., áður Little trip ehf., hafa verið tek­in til gjaldþrota­skipta.

Kvik­mynda­fé­lagið Kalda­ljós ehf., Bjark­ar­götu 6 í Reykja­vík, var stofnað til að fram­leiða kvik­mynd Friðriks Þórs Friðriks­son­ar, Kalda­ljós. Leik­stjóri mynd­ar­inn­ar var Hilm­ar Odds­son og Ingvar Sig­urðsson var í aðal­hlut­verk­inu.

Fram kem­ur í Lög­birt­inga­blaðinu að fyr­ir­tækið hafi verið tekið til gjaldþrota­skipta 20. fe­brú­ar 2008 og lauk skipt­um 19. ág­úst sl. Lýst­ar kröf­ur í þrota­búið námu alls rúm­um 86,6 millj­ón­um króna. Upp í kröf­urn­ar greidd­ust rúm­ar 9 millj­ón­ir. Skipta­stjóri var Ásdís J. Rafn­ar hrl.

Ferð ehf., Skál­holts­stíg 7, Reykja­vík, var stofnað til að fram­leiða mynd Baltas­ars Kor­máks, A little trip to hea­ven. Mynd­in skartaði m.a. út­lend­um stór­stjörn­um, þeim For­est Whita­ker og Júlíu Sti­les.

Fyr­ir­tækið var tekið til gjaldþrota­skipta 10. júlí s.l. og verður skipta­fund­ur hald­inn 28. októ­ber n.k. Að sögn skipta­stjór­ans, Helga Jó­hann­es­son­ar hrl., var fyr­ir­tækið úr­sk­urðað gjaldþrota að kröfu Kaupþings .

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert