Gamla varðskipið Þór er við það að stranda í Hvammsvík, en skipið, sem er mannlaust, fór að reka í morgun þar sem það lá í víkinni við akkeri. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er skipið á réttum kili og ekki talin hætta á að það leggist á hliðina.
Dráttarbáturinn Magni, sem lagði af stað frá Reykjavík í morgun til aðstoðar, er væntanlegur. Kafarar eru mættir á svæðið og skoða þeir nú skipið.
Ekki liggur fyrir með skemmdir eða mengun. Afar vont veður er á svæðinu.