Vinstri græn gera þá kröfu fyrir hönd þjóðarinnar að „menn komi sér að verki“ við að leita lausna á efnahagsvandanum, sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, á flokksráðsfundi í Reykholti í dag. Þörf sé á samstilltu þjóðarátaki, nýsköpunar- og endurreisnaráætlun, nýrri þjóðarsátt.
Steingrímur sagði að VG tefli „enn á ný fram tillögum í efnahagsmálum og skorum á stjórnvöld að breyta nú orðum í athafnir. Við Vinstri græn bjóðum fram krafta okkar sem forystuflokkur stjórnarandstöðunnar í landinu og erum opin fyrir hverju því samstarfsformi stjórnmálaflokkanna og allra þeirra aðila sem nú þurfa að taka höndum saman.“
Steingrímur ræddi síðan mögurlegar leiðir til lausnar, og rakti „aðdragandann og [greindi] orsakir vandans.“
Erindi Steingríms í heild má lesa á vef VG.