„Menn komi sér að verki“

Vinstri græn gera þá kröfu fyr­ir hönd þjóðar­inn­ar að „menn komi sér að verki“ við að leita lausna á efna­hags­vand­an­um, sagði Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, formaður VG, á flokks­ráðsfundi í Reyk­holti í dag. Þörf sé á sam­stilltu þjóðarátaki, ný­sköp­un­ar- og end­ur­reisnaráætl­un, nýrri þjóðarsátt.

Stein­grím­ur sagði að VG tefli „enn á ný fram til­lög­um í efna­hags­mál­um og skor­um á stjórn­völd að breyta nú orðum í at­hafn­ir. Við Vinstri græn bjóðum fram krafta okk­ar sem for­ystu­flokk­ur stjórn­ar­and­stöðunn­ar í land­inu og erum opin fyr­ir hverju því sam­starfs­formi stjórn­mála­flokk­anna og allra þeirra aðila sem nú þurfa að taka hönd­um sam­an.“

Stein­grím­ur ræddi síðan mög­ur­leg­ar leiðir til lausn­ar, og rakti „aðdrag­and­ann og [greindi] or­sak­ir vand­ans.“

Er­indi Stein­gríms í heild má lesa á vef VG.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert