Nokkur óveðursútköll

Talsvert foktjón er í nýbyggingu í Mosfellsbæ
Talsvert foktjón er í nýbyggingu í Mosfellsbæ mbl.is/Sigurður Grímsson

Björg­un­ar­sveit­ir Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar hafa í morg­un sinnt nokk­um beiðnum um aðstoð vegna veðurs. M.a. losnaði klæðning af fjöl­býl­is­húsi við Presta­stíg í Grafar­holti og þak af húsi í Gnoðar­vogi og trampólín hafa fokið í görðum.

Einnig hafa borist aðstoðarbeiðnir frá Hafnar­f­irði og Ísaf­irði þar sem flot­bryggja losnaði úr fest­um sín­um.
 
Björg­un­ar­sveit­in Svein­ungi  í Borg­ar­f­irði eystra og björg­un­ar­sveit­in Hérað eru nú á leið í Stóru urð í Dyr­fjöll­um til að sækja tvo franska göngu­menn sem eru í vand­ræðum vegna veðurs. Ekki er vitað til að neitt ami að þeim og eru þeir í síma­sam­bandi.
 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert