„Ég á lítinn hlut í sumarbústað. Það varð til þess að ég fæ stimpilgjöld af fyrstu íbúð ekki niðurfelld,“ segir Steinunn Þyri Þórarinsdóttir. Niðurfelling stimpilgjalda af fyrstu íbúð fyrr í sumar vakti nokkra ánægju hjá þeim sem enn bjuggu í foreldrahúsum eða í leiguhúsnæði og höfðu hugsað sér að gerast íbúðareigendur.
Svo virðist þó sem ekki hafi allir kynnt sér reglurnar til hlítar og áttað sig á því að lítill eignarhlutur í t.d. sumarbústað eða íbúð sem viðkomandi hefur erft eða fengið gefins kemur í veg fyrir niðurfellingu gjaldanna.