Dýr 1% eignarhlutur

„Ég á lítinn hlut í sumarbústað. Það varð til þess að ég fæ stimpilgjöld af fyrstu íbúð ekki niðurfelld,“ segir Steinunn Þyri Þórarinsdóttir. Niðurfelling stimpilgjalda af fyrstu íbúð fyrr í sumar vakti nokkra ánægju hjá þeim sem enn bjuggu í foreldrahúsum eða í leiguhúsnæði og höfðu hugsað sér að gerast íbúðareigendur.

Svo virðist þó sem ekki hafi allir kynnt sér reglurnar til hlítar og áttað sig á því að lítill eignarhlutur í t.d. sumarbústað eða íbúð sem viðkomandi hefur erft eða fengið gefins kemur í veg fyrir niðurfellingu gjaldanna.

Afi Steinunnar skráði fyrir nokkru sumarbústað sinn á hana og systkini hennar þegar hann treysti sér ekki til að sjá um bústaðinn lengur. Á Steinunn 18% í bústaðnum. Fyrir skömmu höfðu hún og kærasti hennar hug á íbúðarkaupum en þegar í ljós kom að stimpilgjöldin féllu ekki niður hjá Steinunni átti það þátt í því að kaupunum var frestað um sinn. Hefðu stimpilgjöldin numið um 250 þúsund krónum.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert