Á fundi dómsmálaráðherra Íslands og Litháens í gær var staðfest að þrír fyrstu litháísku fangarnir á Íslandi væru á förum til Litháens, samkvæmt samstarfsáætlun dómsmálaráðuneyta landanna sem var formlega undirrituð í gær.
Fyrr á árinu komust ráðherrarnir að samkomulagi um að fangar frá Litháen í íslenskum fangelsum skyldu taka út refsingu í heimalandi sínu, enda væru þeir dæmdir til nokkurra ára refsivistar.
Samstarfssamningurinn var undirritaður í Vilnius í gær af þeim Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra og Petras Baguska, dómsmálaráðherra Litháens.