Ikea hækkar verð um fimmtung að meðaltali

mbl.is/Eyþór

Vörur Ikea hækka um 20% að jafnaði með nýjum vörulista verslunarinnar sem út kom í mánuðinum. Vörur hækka þó mjög mismikið og að sögn Þórarins H. Ævarssonar, framkvæmdastjóra Ikea, lækka sumar meðan aðrar hækka mikið og draga meðalhækkunina þannig upp.

„Okkar verðmyndun ræðst að stóru leyti af innkaupsverðinu sem við fáum hjá Ikea úti [...] og gengið er stór vinkill í þessu þar sem við seljum í krónum en kaupum allt í evrum,“ segir Þórarinn. Einnig hafi „blessuð verðbólgan“ sitt að segja.

Hann segir að til að vinna að fullu upp þá þætti sem stuðla að hækkuðu verði hefði verslunin þurft að hækka vöruverð sitt tvöfalt meira. Ikea taki því á sig um helming kostnaðarhækkunarinnar. „Það hefur verið okkar stefna lengi að velta ekki alltaf öllu beint út í verðlagið, við lítum á þetta sem langhlaup.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert