Lamaður bóndi sviptur sérbúnum vélum

Ástþór Skúlason.
Ástþór Skúlason. mbl.is

Ástþór Skúlason, lamaður bóndi á Melanesi á Rauðasandi, var sviptur sérútbúnum landbúnaðarvélum sínum vegna smávægilegra vanskila. Ástþór hafði samið um frest til að gera upp en lánardrottinn sendi menn sína til að sækja tækin áður en fresturinn rann út.

Um það bil viku áður en frestur Ástþórs Skúlasonar, lamaðs bónda á Melanesi á Rauðasandi, rann út til að greiða afborganir upp á 200 þúsund krónur sem komnar voru í vanskil og 600 þúsund króna virðisaukaskatt komu starfsmenn vörslusviptingar Lýsingar fyrirvaralaust og sóttu sérútbúnar vinnuvélar hans.

„Vanskilin voru ekki orðin mjög há en vegna mismunar á virðisauka upp á 600 þúsund krónur, sem varð til fyrir eitthvert klúður og lenti á Lýsingu, gjaldfella þeir allt. Kannski hefði fresturinn staðið betur ef virðisaukinn hefði ekki lent á milli,“ útskýrir Ástþór.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert