Ólafur Ragnar í Bangladess

Íslensku forsetahjónin fylgdust með lokadögum ólympíuleikanna í Peking.
Íslensku forsetahjónin fylgdust með lokadögum ólympíuleikanna í Peking. mbl.is/Brynjar Gauti

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, kom í gærkvöldi til Bangladess í heimsókn. Upphaflega ætlaði Ólafur Ragnar að fara beint frá Kína til Bangladess en hann frestaði heimsókninni um þrjá daga og fór frá Peking til Íslands til að veita íslenska handboltalandsliðinu fálkaorðuna á miðvikudag.

Fram kemur í fjölmiðlum í Bangladess að Ólafur Ragnar hafi komið til Ziaflugvallar í Dhaka í gærkvöldi þar sem embættismenn tóku á móti honum og börn afhentu honum blóm. Hann átti síðan fund með Iajuddin Ahmed, forseta í gærkvöldi.

Um helgina mun Ólafur Ragnar m.a. eiga fund með Muhammad Yunus, sem hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2006. Þá mun hann taka þátt í lokaathöfn alþjóðlegrar ráðstefnu um loftslagsbreytingar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert